06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (230)

2. mál, kosningar til Alþingis

Bernharð Stefánsson:

Ég vil alvarlega óska þess, að þeim tveim nm„ sem eru fjarverandi, verði gefinn kostur á að vera við atkvgr. í þessu máli. Æskilegast væri auðvitað, að fundurinn gæti orðið í kvöld, ef sá nm., sem er veikur, gæti fengið læknisleyfi til að sækja hann. Annar þeirra nm., sem eru fjarstaddir, er annar af frsm., og þar sem ekkert hefir heyrzt frá þeim flokki, er hann fylgir, vil ég eindregið óska eftir því, að umr. verði ekki slitið nú þegar.