08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (273)

2. mál, kosningar til Alþingis

Jónas Jónsson:

Ég vil óska þess, að nafnakall fari fram um frv., og ég vil taka það fram, að þótt ég hafi ekki séð ástæðu til að tala um þetta mál, að það kosningalagafrv., sem gefur kjördæmi, sem hefir ekki nema 1000 íbúa, möguleika til að fá 3 þm. af ekki fleiri þm. en hér er um að ræða, það kosningalagafrv. vil ég ekki styðja. Þetta sýnir, hvernig smíði er á frv., og ég mun sýna við atkvgr., hvernig afstöðu ég hefi til málsins, þó að ég hafi ekki séð ástæðu til að tala í málinu, til þess að tefja ekki tímann.