17.11.1933
Efri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 549 í B-deild Alþingistíðinda. (37)

Lausnarbeiðni stjórnarinnar

Jón Baldvinsson:

Út af þessari tilkynningu langar mig til að fara fram á það við hæstv. forsrh., að hann lesi upp þau skeyti, er hann hefir sent til konungs. Ástæðan til þess er sú, að í tveimur stuðningsblöðum hæstv. ráðh., þar sem frá efni þessara skeyta hefir verið skýrt, er það gert á tvo misjafna vegu. Annað blaðið hefir skýrt svo frá, að lausnarbeiðnin hafi komið fram vegna ályktunar Framsfl., en í hinu blaðinu er svo frá skýrt, að aðeins meiri hl. Framsfl. hafi óskað þess. Nú kom það ekki í ljós af orðum hæstv. ráðh., hvor frásögnin er réttari, og fyrir því óska ég, að hann lesi upp umrædd skeyti.