23.11.1933
Efri deild: 17. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 343 í B-deild Alþingistíðinda. (371)

7. mál, tolllög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég gat um það við 1. umr. þessa máls, að frá iðnaðarmönnum mundu vera væntanlegar óskir um breyt. á frv. Þær óskir hafa nú komið, og hefir n. tekið tillit til þeirra. Sú breyt., sem n. leggur til að gerð verði á frv., minnkar möguleikana á að nota deig til iðnaðar, en eykur notkun á kakaóbaunum til sömu framleiðslu. Þetta er spor í rétta átt. Það eykur iðnað í landinu. Það skiptir ekki miklu máli um þessa tolllækkun, því aukið skattþol og aukin vinna munu vega hana upp.