06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (384)

7. mál, tolllög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég vil aðeins staðfesta ummæli hv. frsm. Ég hefi ekki séð nema eitt bréf um þessi efni frá Félagi ísl. iðnrekenda. Þetta bréf lá fyrir n. í Ed. áður en hún afgr. málið, og sömuleiðis ræddi n. málið við fulltrúa þeirra manna áður en hún setti reglugerðina. Í Ed. kom það fram hjá hv. 1. landsk., sem var frsm. n. þar, að þeir höfðu miðað toll á óbrenndum og ómuldum kakaóbaunum við, að íslenzkur iðnaður í þeirri grein nyti tollverndar. Ég fann ekki annað en að samkomulag hefði fengizt við þá iðnrekendur, sem hér eiga hlut að máli, um lækkun á tolli á óbrenndum og ómuldum kakaóbaunum úr 50 aurum niður í 35 aura. Samkomulags var aðallega leitað um þetta atriði, og svo ef til vill um nokkra hækkun á kakaódufti. Afgreiðsla n. í Ed. á þessu máli er því byggð á því samkomulagi, sem hv. þdm. hér halda, að sé ógert. Hitt er annað mál, að gera má ráð fyrir, að iðnrekendurnir vildu fegnir meiri lækkun, og að þeir vildu nota alla þá möguleika, sem kynnu að vera fyrir aukinni lækkun, sérstaklega ef bent er til þess, að slíkir möguleikar séu fyrir hendi.

Ég fellst alveg á till. Ed.-n. um þetta, af þeirri ástæðu, að í þeim er tekið tillit til íslenzks iðnaðar og sú starfsemi vernduð meira en áður. Ef þetta frv. aftur á móti nær ekki afgreiðslu, þá geri ég ráð fyrir, að þeir iðnrekendur, sem hér um ræðir, fari öllu verr út úr því. Að svo stöddu geri ég ekki ráð fyrir, að brtt. þurfi að koma fram við 3. umr., þar sem upplýst er, að þeir samningar, sem hér hefir verið talað um að þyrfti að gera, hafa þegar farið fram í Ed.