02.11.1933
Sameinað þing: 1. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (4)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (Magnús Guðmundsson):

1. kjördeild hafði til meðferðar kjörbréf þessara þm.: Þm. Dal. (ÞÞ), 1. þm. Rang. (JÓl), þm. A.-Húnv. (JP), 2. þm. Rang. (PM), þm. Ísaf. (FJ), 2. þm. Eyf. (EÁrna), 2. þm. Skagf. (JS), þm. N.-Ísf. (VJ), 2. þm. Reykv. (HV), þm. Str. (TrÞ), þm. V.-Ísf. (ÁÁ) og 1. þm. Árn. (JörB). Kjördeildin er á einu máli um að taka kjörbréf allra þessara þm. gild og leggur til, að kosning þessara þm. verði samþ. nú þegar.