08.12.1933
Efri deild: 29. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (42)

Afgreiðsla þingmála

Jónas Jónsson:

Það er út af tveimur málum, sem legið hafa hjá n. í þessari hv. d., að ég vil gera fyrirspurn.

Snemma á þinginu var vísað til hv. landbn. þessarar d. frv. til laga um bygging og ábúð á jörðum, sem eru almannaeign, og hefi ég ekkert heyrt um það frv. síðan, en mér skilst að hv. n. hafi sent það áleiðis til ríkisstj. Ég vildi gjarnan fá að heyra frá hv. form. landbn., hvaða undirtektir þetta frv. hefir fengið hjá hv. n. og hæstv. ríkisstj.

Ennfremur vil ég spyrja hv. form. fjvn., hvernig stendur á því, að till. um rannsókn á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts hefir ekki ennþá komið frá n. Mér skilst þó, að málið hafi gengið á milli vegamálastjóra og hæstv. ríkisstj., svo mig furðar á því, að ennþá skuli ekki neitt vera komið um það.

Vænti ég svo að fá að heyra um þessi mál frá þessum aðilum.