13.11.1933
Efri deild: 8. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

14. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Nefndinni hafa borizt tilmæli frá landlækni f. h. Valtýs Valtýssonar, setts læknis í Hróarstunguhéraði, um að honum yrði veittur íslenzkur ríkisborgararéttur. Hann er fæddur í Noregi, af norskri móður, en á íslenzkan föður. Nú er hann settur læknir hér, en getur ekki fengið veitingu fyrir embætti nema hann öðlist íslenzk ríkisborgararéttindi. Nefndin leggur til, að frv. verði samþ.