25.11.1933
Neðri deild: 19. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

46. mál, lögreglustjóri í Keflavík

Bergur Jónsson:

Fyrirvari minn er fólginn í því, að ég álít, að það sé allt önnur aðstaða í Keflavík en Bolungavík til stjórnar á lögreglumálum. Frá Keflavík er ekki steinsnar til lögreglustjórans í Hafnarfirði og ágæt samgöngutæki. Ég tel það ekki sambærilegt við Bolungavík, þar sem um langa sjóleið er að sækja til lögreglustjórans á Ísafirði. Þetta er ástæðan fyrir því, að ég skrifaði undir nál. með fyrirvara, og þess vegna sé ég mér ekki fært að fylgja frv.