08.12.1933
Sameinað þing: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í B-deild Alþingistíðinda. (58)

Afgreiðsla þingmála

Jakob Möller:

Ég hefi ekki farið út í að ræða þessa till. eða í hvaða röð hún ætti að vera á dagskránni, en í sambandi við það vil ég nú taka það fram, að ég held, að hæstv. forseti hafi hér ekki farið að þingsköpum. Ég álít, að hann hefði átt að fara að samkv. ákvæðum þingskapa um það, að tilkynna það á næsta fundi eftir að hann fékk þessa kröfu og láta þá atkv. skera úr, hvort hann ætti á næsta fundi að taka þessa till. á dagskrá sem fyrsta mál. En að setja till. á dagskrá einhversstaðar þar, sem vitanlegt var, að hún kæmist ekki að, það er ekki að fullnægja þessu ákvæði. Það er alþekkt á þingi, að slíkar breyt. séu gerðar á dagskránni, ef óskir eða kröfur koma um það. Ég man eftir því á minni stuttu þingæfi, að þetta hafi komið fyrir.