29.11.1933
Neðri deild: 22. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

10. mál, Kreppulánasjóður

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hefi áður orðið var við þennan skilning á orðalagi till., en ég ætla, að það hafi komið skýrt fram í umr., að hér er átt við skuldir, sem ríkissjóður, bankar og bæjarfélög standi í við aðra. Ef þetta væri ekki meiningin, þá stæði hér ekki skuldir ríkissjóðs heldur kröfur ríkissjóðs. (HG: Má þá borga ríkissjóði gamlar skuldir með þessum bréfum?). Allir nema bæjarfélög, sýslufélög, bankar og sparisjóðir mega greiða ríkissjóði gamlar kröfur með þessum bréfum.