02.12.1933
Efri deild: 24. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 422 í B-deild Alþingistíðinda. (619)

26. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Frv. þetta gerir lítilsháttar breyt. á 1. frá 1931 um verkamannabústaði. Eins og frá því var gengið í Nd., er það lagt á vald sjóðstjórnanna, hvort vextir skuli vera 5 eða 6%. En fjhn. þessarar d. kom saman um að þar sem til þessara sjóða væri lagt fram af opinberu fé, þá væri réttara að fastákveða vextina. Hún hefir því leyft sér að leggja til, að í 3. gr. laganna komi „5%“ í stað „6%“. En breytist ákvæðin um vextina almennt, má að sjálfsögðu breyta þessu. N. leggur því til, að brtt. á þskj. 222 verði samþ.