08.12.1933
Sameinað þing: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (65)

Afgreiðsla þingmála

5) MJ:

Mér finnst þessi spurning svo óákveðin, að ég treysti mér hvorki að segja já né nei við henni. Mér finnst sjálfsagt, að þingi sé slitið svo fljótt sem unnt er eftir að kosningalög hafa verið afgr., en ég veit ekki, hvort meiningin er sú, að ekkert verði starfað eftir það. Ég er einn þeirra manna, sem hafa átt þátt í því að ýta undir forseta að taka þetta nauðsynjamál fyrir. Ég er því óánægður með undirtektir hans, og get ég þar vísað til þess, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði. Ég tel, að þetta þing hafi verið of langt og fleira gert til óþarfa en gagns, og vil ekki, að allir hv. þm. rjúki heim til sín án þess að þeir greiði atkv. um það, hvort þeir vilja virða þjóðarviljann eða ekki.