18.11.1933
Neðri deild: 13. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (695)

20. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Norðurlandi

Ólafur Thors:

Ég vil aðeins skýra frá því, að sjútvn. ætlar að bera fram skrifl. brtt. við 1. gr. frv., svo að orðalagið geti ekki valdið misskilningi. Vænti ég þess, að hægt verði að orða greinina svo, að allir geti á það fallizt og enginn ágreiningur þurfi að verða um skilning á orðalaginu. Þess vegna vildi ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hann vildi fresta þessari umr., svo að okkur gefist tóm til þess að orða till.