06.12.1933
Neðri deild: 27. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 510 í B-deild Alþingistíðinda. (768)

73. mál, búfjárrækt

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Ég skal aðeins láta örfá orð fylgja þessu máli.

Þetta frv. er komið frá hv. Ed. og var þar athugað af landbn. Hafði hún ekkert við það að athuga og landbn. þessarar d. ekki heldur. Hér er farið fram á að veita þeim sveitarfélögum undanþágu, sem stofnað hafa fóðurbirgðafélög samkv. 1. frá 1919, Þau munu ekki vera nema fjögur á öllu landinu, svo þetta hefir ekki mikla þýðingu. Þessi l. frá 1919 voru numin úr gildi með búfjárræktarlögunum, og var þar með kippt fótum undan þessum félagsskap eins og hann hafði verið. Ákvæðin, sem hér er farið fram á, er ætlazt til, að felld verði inn í búfjárræktarlögin, og jafnframt er tilskilið af n. hálfu, að þau félög, sem þarna eiga hlut að máli, sendi Búnaðarfélagi Íslands skýrslur sínar, eins og samþykktir þeirra hljóða upp á eftir l. frá 1919. Við sjáum ekki ástæðu til að gera sérstaka brtt. við þetta; það mundi verða til þess, að málið dagaði uppi, og leggur n. því til, að frv. fái að ganga áfram eins og það liggur fyrir.