25.11.1933
Neðri deild: 19. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í B-deild Alþingistíðinda. (806)

70. mál, dráttarbraut í Reykjavík

Frsm. (Ólafur Thors):

Það er alveg rétt til getið hjá hv. 2. þm. Reykv., að við erum það glöggir verzlunarmenn, sem erum fyrir Kveldúlfi, að við höfum okkar viðskipti þar, sem peningum okkar er bezt borgið. En að ég gaf það í skyn, að mínum viðskiptum við þetta fyrirtæki mundi lokið, stafar af því, að ég hefi enga trú á, ef það er tekið úr höndum þessara einstaklinga, að það verði rekið með sama dugnaði og geti boðið viðskiptamönnum sínum sömu kjör. Út frá þeim grundvelli ber að skoða orð mín.