30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (828)

70. mál, dráttarbraut í Reykjavík

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég sé, að það á ekki að taka í útrétta hönd. Það er aðeins einokun fyrir Slippfélagið, sem eftir er sótzt. Ég hefi varað við því, sem af því getur leitt, að gefa félaginu einokun um aðgerð á þeim skipum, sem það dregur upp. En félagið um það, hvort það vill þiggja sanngjarnt boð um liðveizlu án einokunar.