30.11.1933
Neðri deild: 23. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (848)

67. mál, Samvinnufélag sjómanna á Stokkseyri

Jörundur Brynjólfsson:

Þar sem fundartíma er nú senn lokið, ætla ég aðeins að segja hér örfá orð, enda vænti ég þess, að málið liggi ljóst fyrir.

Ég er þakklátur hv. sjútvn. fyrir skilning hennar á málinu, og mun sætta mig við till. hennar. Að öðru leyti skírskota ég til grg. frv.

Það er brýn nauðsyn fyrir hreppinn að fá þessa ábyrgð, enda er það skilyrði fyrir því, að atvinna í kauptúninu geti aukizt.

Ég vænti þess, að áhætta ríkissjóðs sé ekki mikil, þó hann taki á sig þessa ábyrgð, og ef þetta má verða kauptúninu til bjargar, þá er á það að líta fyrst og fremst.

Ég vænti þess, að hv. d. geti fallizt á þessa till. og málið fái góða afgreiðslu hér á Alþingi.