15.11.1933
Neðri deild: 10. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í C-deild Alþingistíðinda. (947)

23. mál, bæjarútgerð Reykjavíkur

Jakob Möller:

Ég vildi aðeins leiðrétta þann misskilning hv. 2. þm. Reykv., að Sjálfstfl. hefði lagzt á móti samvinnuútgerð sjómanna. Þetta er alls ekki rétt. Í því sambandi má minna á það, að þegar ábyrgðarheimildin fyrir samvinnuútgerð Ísfirðinga var veitt, greiddu ýmsir sjálfstæðismenn atkvæði með þeirri heimild, og svo hefir verið um fleiri slíkar.