17.11.1933
Neðri deild: 12. fundur, 47. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í C-deild Alþingistíðinda. (983)

29. mál, verslunarskudir og vaxtataka af verslunarskuldum

Jón Pálmason:

Það mál, sem hér liggur fyrir, er í raun og veru eitt mesta vandamál okkar þjóðfélags, en það er, hvaða raðstafanir þurfi helzt að hafa til að koma í veg fyrir skuldasöfnun. Það er kunnugt mál, að verzlunarviðskiptin í landinu eru þau mál, sem ekki hafa sízt þýðingu fyrir fjárhag landsmanna í einu og öllu. En það er líka kunnugt mál, að sú viðskiptaregla hefir verið hér á landi, að veltufé þjóðarinnar út til einstaklinganna hefir fyrst og fremst farið í gegnum hann farveg, sem kallaður er verzlunarstétt, sem eru viðskiptin við kaupmenn og kaupfélög. Orsökin til þess, að skuldir hafa safnazt jafnmikið og raun er á orðin við þessi fyrirtæki, er sú, að í stað þess, að peningaskipti væru almennt viðhöfð, þá hafa viðskiptin gengið á hann hátt, að það hefir verið leyfilegt bæði til sjávar og sveita að skrifa úttektina í reikning og greiða svo eftir því sem ástæður hafa leyft. Þessi viðskiptaregla hefir leitt til þess, að verzlanirnar hafa freistazt til samkeppni hver við aðra í því að reyna að koma út þessum lánum og þar af leiðandi orðið að binda sig við þá reglu að vera ekki mjög kröfuharðar um greiðslu, fyrst í stað a. m. k. Það hefir einnig orsakað, að almenningur, sem hefir átt við það að búa að álíta sig ekki þurfa um leið að greiða úttektina, hefir orðið talsvert ógætnari í úttektum en elli myndi. Til þess liggja eðlilegar orsakir í hugsunarhætti manna. Að koma í veg fyrir þetta er óhjákvæmilegt verkefni þeirra manna, sem með alvöru og einbeittni vilja vinna að því, að fjárhagur þjóðfélagsins komist í betra horf. Það má vel vera, að það sé rétt hjá hv. 1. þm. S.-M, að það séu ekki nægileg tök, sem þetta frv. hefir á verkefninu til þess að leiða það til þeirrar niðurstöðu, sem menn óska. En sú hugsun liggur að baki þess hjá okkur flm., að bein peningaskipti komist á í landinu og verði upptök að nýjum verzlunarháttum í þjóðfélaginu. En nú er það svo, að það út af fyrir sig að koma því á, að fyrningarfresturinn styttist, er spor í áttina. Það er tilraun til þess að krefja kaupmenn og kaupfélög varfærni í þessum efnum, þótt það sé ekki fullnægjandi til að koma í veg fyrir skuldasöfnun. Hitt, að banna að taka vexti af skuldum, er einnig spor í áttina, en það er að sjálfsögðu rétt, að það er heldur ekki fullnægjandi til þess að koma í veg fyrir það, sem hér um ræðir. Öruggast væri að hanna lánsverzlun og koma lánastarfseminni undir banka og sparisjóði, sem almenningur gæti haft aðgang að eftir sínum þörfum. En ég held, að þótt það sé víst, að þetta frv. sé ekki nein fullnægjandi ráðstöfun til þess að koma í veg fyrir það böl, sem hér um ræðir, þá sé það þó vissulega í þá átt, og athugavert, hvort ekki er rétt að reyna þetta spor til að knýja fram aðrar róttækar ráðstafanir og koma viðskiptunum á fastan grundvöll. Nú er það svo, eins og allir hv. þm. vita, að veltuféð gengur frá lánsstofnunum til verzlananna og þaðan til einstaklinganna. M. ö. o. verzlanirnar eru þarna milliliður. Til þess að því verði breytt þarf aðstoðar löggjafarinnar til að veita í heppilegt horf þessum málum. Vænti ég, að hv. þm., sem hér eru staddir, hafi flestir svo mikla þekkingu á viðskiptamálum okkar þjóðfélags, að þeir sjái, að ástandið, sem nú ríkir og ríkt hefir undanfarið, getur ekki staðizt áfram, ef ganga á út frá því, að okkar þjóðfélag standi á fjárhagslega traustum grundvelli á komandi tímum. Hv. 1. þm. S.-M. tók það fram, að hann teldi ekki verzlunarstéttina geta gert að því, að svo væri komið sem komið er. Það væru ekki kaupmenn og kaupfélög, heldur þröngur fjárhagur einstaklinganna, sem lægi til grundvallar þessu böli. Í þessu máli er ég gagnstæðrar skoðunar, því að þótt það sé rétt, að tekjurnar hafi verið og séu takmarkaðar miklu meira en þörfin krefur, og knýjandi nauðsyn beri til, að úr því sé hætt, þá er það víst, að þetta verzlunarskipulag, sem verzlunarstéttin hefir haft, hefir orsakað hið illa ástand, sem nú er komið á daginn. Og þótt kaupmenn séu í þessu efni sekir um að láta verzlunina ganga þannig, þá eru kaupfélögin okkar, sem ég ber auðvitað velvildarhug til og virðingu fyrir, miklu sekari, og það vegna þess, að þessi félagsskapur er rekinn sem félagsskapur, er á að koma í veg fyrir þau viðskiptavandræði, sem almenningur hefir frá fornu fari, allt fram á þennan dag, átt við að búa. Kaupfélögin settu sér það takmark í upphafi að reka skuldlausa verzlun, og því hafa þau haldið fram á síðasta áratug, eða fram til 1920. En síðan hefir tekið alveg steininn úr, og þó að sumu leyti hafi verið stofnað til skuldanna af orsökum, sem þessum félagsskap eru óviðráðanlegar, þá hefir því reynslan verið sú, að ekki hefir verið tekið þeim tökum á þessu sem vera ber, og félagsskapurinn á vissulega stóra sök á því.

Ég skal ekki fara mikið meira út í þetta víðtæka mál að sinni, en ég vænti þess, að hv. þm. athugi þetta mál og sjái að því loknu, að hér er verið að gera þær ráðstafanir, sem að haldi komi, og ég skal verða manna fúsastur til þess að taka í hendina á hverjum sem er, hvort sem hann er sjálfstæðismaður, framsóknarmaður eða jafnaðarmaður, ef ég finn, að hann vill koma á hreinum peningaviðskiptum, með hvaða heilbrigðum ráðum, sem að því er stefnt. Þess vegna óska ég, þótt ágreiningur sé að sjálfsögðu um þá leið, sem þetta frv. stingur upp á, að málið fari til n. og athugist vel, því að þótt tími vinnist ekki til að afgr. það á þessu þingi, sem á að vera stutt, þá er hér verkefni, sem hefir mikla þýðingu fyrir fjárhagslega velgengni þjóðarinnar.