23.10.1934
Neðri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 824 í B-deild Alþingistíðinda. (1009)

22. mál, verkamannabústaðir

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég vil aðeins, út af því, sem hv. síðasti ræðumaður talaði um, að hann óskaði eftir, ef félagið yrði aðeins eitt, að meðlimir félags þess, sem þá yrði lagt niður, gætu öðlazt félagsréttindi í gamla félaginu frá þeim tíma, er þeir ganga í félag sjálfstæðra verkamanna, taka það fram, að ég tel það fulla sanngirni, að svo verði ákveðið. Nú í augnablikinu geri ég mér það ekki ljóst, hvort þá yrði nauðsynlegt að binda það í frv. En ef það kynni að álítast nauðsynlegt, þá mætti koma fram till. um það.