09.10.1934
Neðri deild: 5. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 870 í B-deild Alþingistíðinda. (1071)

26. mál, vinnumiðlun

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Það er hugarburður hjá hv. 3. þm. Reykv., að þessi skrifstofa eigi að drepa þá skrifstofu, sem Rvíkurbær hefir nú komið upp til að hafa þetta sama starf með höndum. En ég held, að það sé mikilsvert til að slík skrifstofa geti komið að gagni, að þeir, sem þar starfa, séu ekki skipaðir af neinum bæjarstjórnarmeirihl., heldur séu það menn frá öllum aðiljum eins og hér er gert ráð fyrir, og ég hygg, að ekki sé hægt að benda á neina betri leið.

Hv. þm. Vestm. sagði, að þar hefðu nefndir vinnumiðlunina með höndum. Það er svo víðast, og sumstaðar eru fastar ráðningarskrifstofur, sem verklýðsfélögin eða atvinnurekendur standa að, og það sýnir, að þörfin er til.