23.10.1934
Neðri deild: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

26. mál, vinnumiðlun

Héðinn Valdimarsson:

Út af þessum orðum forseta skal ég lýsa því yfir, að ég hefi ekki haldið þessa venju í 3 ár og sé ekki ástæðu til að taka hana upp. En út af því, sem 8. landsk. þóttist vera að tala fyrir munn verkamanna hér í bænum, get ég sagt það, að ég mundi fella mig við, að oddamaður væri útnefndur af verkamönnum.