30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 947 í B-deild Alþingistíðinda. (1169)

26. mál, vinnumiðlun

Jóhann Jósefsson:

Ég vil aðeins segja nokkur orð um þingsköp. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta um það, hvort það sé skoðun hans, að hér sé um svo mikið þjóðþrifamál að ræða, að það þurfi endilega að halda mönnum vakandi í nótt til þess að ræða það. Ef endilega á að knýja það fram, að menn vaki yfir þessu máli í nótt, þá leiðir af því, að ýmsir nefndarfundir verða að falla niður á morgun. Það er ósanngjarnt að halda mönnum á fundum fram yfir venjulegan háttatíma, þegar menn hafa sefið allan daginn á fundum. Það hefir vitanlega verið gert, en það hefir ekki alltaf flýtt þingstörfum mikið.