30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 949 í B-deild Alþingistíðinda. (1176)

26. mál, vinnumiðlun

Forseti (JörB):

Ég vil benda hv. þm. Vestm. á það, að frsm. meiri hl. n. þeirrar, er um málið fjallaði, er hér víðstaddur. - Spurningu hv. þm. G.-K. um það, hve margir hv. þm. hefðu fjarvistarleyfi, get ég svarað með því, að aðeins einn þm., hv. 2. þm. N.-M., hefir fjarvistarleyfi, vegna lasleika. Hvað því viðvíkur, að þm. hafi haldið, að fundi yrði slitið að aflokinni umr. um 3. málið á dagskránni, þá sagði ég hv. þm. það strax í dag, að ég hefði hug á því að ljúka dagskránni, þótt seint yrði. En ég get orðið við þeim tilmælum, sem komið hafa fram um að bera það undir d., hvort fundi skuli nú haldið lengur áfram.