31.10.1934
Neðri deild: 24. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (1183)

26. mál, vinnumiðlun

Frsm. meiri hl. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Við 1. umr. málsins var efni frv. rætt ýtarlega. Kom þá fram skoðun, sem leiddi til nokkurra rökræðna um málið. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þær umr. af hálfu meiri hl. allshn. En meiri hl. leggur á móti því, að brtt. minni hl. verði samþ. Meiri hl. telur tvískiptingu vinnumiðlunarinnar óhagkvæma leið. Leggur hann því til, að frv. verði samþ. óbreytt. Að öðru leyti vísa ég til ræðu hæstv. atvmrh.