31.10.1934
Neðri deild: 24. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (1188)

26. mál, vinnumiðlun

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég mun við þessa umræðu greiða atkv. með till. þeim, sem bornar eru fram af hv. þm. Snæf. og hv. 8. landsk., því þær fara mestmegnis í sömu átt og byggjast á sömu rökum og till. þær, sem ég bar fram við 2. umr. þessa máls, þó að vísu sé bætt allmiklu við. Ég vil geta þess, að mér kom í hug það fyrirkomulag, að hafa eina aðal- eða yfirskrifstofu, en fannst það of viðamikið og tók því það ráð, að gera till. um að fela þessa yfirstj. einum fulltrúa í atvmrn. En þar sem ég tel, að þessar till. séu líklegar til að verða vinsælli og koma að meira gagni en frv. óbreytt, vil ég ljá þeim lið mitt, og verði ekki þessi breyt. samþ., tel ég, að l. þessi verði í ósamræmi við meiri hl. bæjastj.