31.10.1934
Neðri deild: 24. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (1191)

26. mál, vinnumiðlun

Ásgeir Ásgeirsson:

Hæstv. ráðh. benti á nokkrar n., sem ráðh. skipar oddamann í. Þetta er alveg rétt, þær eru til, en það er bara sá galli á, að þær n. hafa sitt ákveðna verkefni, t. d. skólanefnd. Hennar verksvið er afmarkað, en hún getur ekki lagt á neinar kvaðir. Þessar n. hafa ekki vald til að leggja sérstök gjöld á menn. Þetta gerir muninn, því hér er stjórnarnefnd, sem hefir vald til þeirra hluta.