11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1461 í B-deild Alþingistíðinda. (1315)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. þetta fer fram á, að framlengdar verði bráðabirgðabreyt. á nokkrum l., vegna bágrar afkomu ríkissjóðs. Það er shlj. frv., sem samþ. var síðastl. ár, að öðru leyti en því, að hér er ekki lagt til, að niður falli tillag til verkfærakaupasjóðs, svo sem áður var gert. Það þótti ekki fært vegna hinnar miklu nauðsynjar á að styrkja bændur til verkfærakaupa. Ennfremur er niður fellt, að 1/8 hluti af tekjum menningarsjóðs skuli renna í ríkissjóð, og þótti ekki taka því. — Ég legg til, að máli þessu verði vísað til fjhn. að aflokinni þessari umr.