24.11.1934
Efri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1463 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Eins og menn vita, þá eru 1. um bráðabirgðabreyt. nokkurra l., sem hér er farið fram á, að framlengd verði, sumpart um að fresta framkvæmd l., sem hafa í för með sér útgjöld úr ríkissjóði, og sumpart um það, að tekjur samkv. sérstökum 1., sem ætlaðar hafa verið til ákveðinna framkvæmda, renni beint í ríkissjóð. Fjhn. d. er á einu máli um það, að ríkissjóður þurfi að hafa áfram þau hlunnindi, sem hann hefir haft af þessum l., og leggur einróma til, að frv. verði samþ.

Aftur á móti hefir einn af nm. skrifað undir nál. með fyrirvara, en það er út af viðauka, sem meiri hl. n. vill bæta inn í frv. Eins og sést á nál. á þskj. 548, þá leggur n. þar til, að ákvæðum í c-lið 8. gr. 1. nr. 84 frá 1932, um bifreiðaskatt o. fl., verði einnig frestað til ársloka 1935. En þessi liður 8. gr. bifreiðaskattslaganna er um það, að 20% af bifreiðaskattinum gangi til malbikunar vega. Nú leggur fjhn. það til, að niður falli á næsta ári ákvæðið um, að þessu fé verði beinlínis varið til malbikunar vega, og þetta gerir n. vitanlega af sömu ástæðu og hún leggur það til, að frv. verði samþ., sem sé þeirri, að ekki muni veita af, að þessi upphæð renni beint til ríkissjóðs. Í þessu frv., eins og það liggur fyrir, eru að vísu felldir niður 2 liðir, sem verið hafa í fyrri l. um bráðabirgðabreyt. nokkurra l., og kann að vera, að fyrirvari hv. 1. þm. Reykv. gildi einnig að því er þá snertir, en hann mun að sjálfsögðu gera grein fyrir því, hvort svo er eða ekki.