19.12.1934
Neðri deild: 64. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1469 í B-deild Alþingistíðinda. (1341)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Magnús Torfason [óyfirl.]:

Ég vil leyfa mér að mæla með brtt. á þskj. 812. Ég álít, að það þurfi ekki að fara mörgum orðum um þá till. Það hefir verið talað mikið um að hjálpa bændum, eins og þeir eiga örðugt uppdráttar. Og hvað sem því líður, þá er víst um það, að ef á að gera það, þá verður það á engan hátt gert betur en með því að hjálpa bændum til að rækta landið. Það er sú hjálp, sem að haldi kemur til langframa. Þess vegna legg ég áherzlu á, að þessi till. verði samþ., ekki vegna þess, að hér sé um verulega fjárhæð að ræða, heldur vegna þess, að ef þessi till. verður samþ., þá er því máli, sem fram var borið af hálfu Bændafl. snúið á réttu leið, og þessi till. er þá nokkurskonar vísir að því. Ég vænti því fastlega, að hv. d. líti svo á, að það sé rétt að samþ. eitthvað í þessa átt, og það er vissulega rétt braut, sem hér er farið út á.