11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1350)

6. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins segja örfá orð í sambandi við það, sem hv. þm. Hafnf. sagði viðvíkjandi því, að fá n. málið til athugunar. Enda þótt breyt. verði gerð á því, þá er gjaldið af kaffibætinum samt sem áður helmingi hærra heldur en gjald af innfluttum kaffibæti. Verði hinsvegar gjaldið af innlenda kaffibætinum 0.26 kr., en 0.75 kr. af þeim innflutta, þá er alls ekki samræmi þar á milli.

Enda þótt frv. nái ekki fram að ganga, er það þó a. m. k. viðleitni í áttina til þess, að samræmi fáist í tollaálagningu á kaffibæti og kaffi, því að þótt till. verði samþ., þá er samt ósamræmi eftir sem áður í tollaálagningu kaffis og kaffibætis. Þetta geri ég ráð fyrir, að n. muni taka til athugunar.

Nú er þannig ástatt, að á kaffibæti er 0.26 kr. tollur, en (1.75 kr. á innfluttu, óbrenndu kaffi. Þetta er vitanlega rangt, svo framarlega sem vera á rétt hlutfall þarna á milli. Það er viðurkennt og vitað, að kaffibætir er hærra tollaður en kaffi. Þetta hlutfall er ekki rétt. - Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta atriði.