07.12.1934
Efri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (1505)

35. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Páll Hermannsson):

Landbn. hefir borið fram brtt. á þskj. 671 við 1. gr. frv. Það kom í ljós við nánari athugun á þessari gr., að sumir töldu vafa geta leikið á því, hvernig hagað skyldi innlausn kreppubréfanna. Brtt. er til þess að taka af allan vafa um það. Segir hún aðeins, að notarius publicus hér í Rvík skuli annast útdrátt bréfanna, eins og yfirleitt er reglan. Býst ég við, að gr. hefði verið framkvæmd þannig óbreytt, en n. þótti réttara að taka þetta skýrt fram.