30.11.1934
Sameinað þing: 17. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2837 í B-deild Alþingistíðinda. (152)

Kosningar

Magnús Guðmundsson:

Ég ætlaði að taka það fram, sem hv. þm. G.-K. hefir nú sagt, svo að óþarfi er af mér að taka til máls. Vona ég, að sættir komist á þannig, að sjálfstæðismenn geti setið utanríkismálanefndarfund á morgun, eins og ætlað var, en frestað verði kosningu í lögjafnaðarnefndina fram á þriðjudag. Ég er alveg sammála hv. þm. G.-K. um, að ekki muni stafa nein hætta af því.