11.12.1934
Sameinað þing: 21. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2838 í B-deild Alþingistíðinda. (156)

Kosningar

Þorsteinn Briem:

Af því að svo stendur á hér á Alþingi, að einn stjórnmálaflokkurinn hefir ekki nægilegt atkvæðamagn til þess að koma að fulltrúa frá sér í ráðgjafarnefndina, þá vildi ég f. h. Bændafl. gera þá kröfu, að við þessa kosningu yrði fylgt sömu reglu, sem hefir verið látin gilda hér hjá okkur til þessa, að hver þingflokkur fái að koma manni í nefndina, þó að einhver þeirra hafi ekki nægilegt atkvæðamagn til þess. Ég óska því eftir svörum um það frá hinum flokkunum, hvort þeir telji ekki rétt að fylgja þeirri reglu, sem hingað til hefir tíðkazt um þessa kosningu, og verða við þessari kröfu Bændaflokksins.