08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1176 í B-deild Alþingistíðinda. (1564)

19. mál, varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar

Jakob Möller:

Hv. 2. þm. Reykv. vildi halda því fram, að þar sem allshn. hefði flutt þetta mál hér í hv. d., væri ekki ástæða til þess að fara nú að vísa frv. til þeirrar n. aftur. En mér virðist einmitt hið gagnstæða, að það sé ekki nema sjálfsögð kurteisi við allshn., að gefa henni kost á að athuga málið, eftir að breyt. hafa verið gerðar á því í hv. Ed., og ekki óverulegri breyt. en það, að ein gr., sem mig minnir að sé ekki alveg þýðingarlaus, er felld niður úr frv. Úr því að n. flutti frv. með þessari gr., þá skilst mér, að það minnsta, sem forsvaranlegt sé að gera fyrir n. í þessu efni, sé að gefa henni kost á að athuga málið á ný. Sú athugun þarf ekki að taka það langan tíma, að hætta sé á, að frv. strandi fyrir það. Ég fyrir mitt leyti fel það talsvert mikið álitamál, hvort fella eigi þessa tillgr. niður.