10.12.1934
Neðri deild: 55. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1177 í B-deild Alþingistíðinda. (1573)

19. mál, varnir gegn því að verða barnshafandi og fóstureyðingar

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég mun ekki fara út í efnishlið þessa máls nú, þegar komið er að lokaafgreiðslu þess. - Viðvíkjandi því, sem hv. 2. landsk. sagði um aldurstakmark að neðan fyrir konur þær, sem rétt hefðu til þess að fá þær upplýsingar, sem talað er um í 1. gr. frv., þykir mér sjálfsagt, einmitt með tilliti til þeirra lagafyrirmæla, sem hann nefndi, að þetta aldurstakmark sé 14 ár. Og ég held, að óþarfi sé að setja sérstök ákvæði í þetta frv. um það atriði.