17.11.1934
Efri deild: 41. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1202 í B-deild Alþingistíðinda. (1622)

15. mál, gjaldeyrisverslun o.fl.

1622Magnús Guðmundsson:

Mig langar til að spyrja hæstv. fjmrh., hvað lengi hann telji að hann muni vera að kippa öllu í lag með þessum ráðstöfunum. Ég leyfði mér að spyrja hann um þetta áðan, en fékk ekkert svar, og óska þess vegna, að hann svari nú. Ef hann telur, að þetta muni taka einhvern ákveðinn tíma, þá getur hann sagt það. Ég skal viðurkenna það, að ég tel mig ekki hafa neitt tólfkongavit á þessu, eins og hæstv. fjmrh. álítur sig hafa, en ég tel mér þó heimilt að spyrja hann um það, hve lengi hann ætli að vera að því að laga það slæma ástand, sem nú er í þessum efnum. Annars þarf hæstv. fjmrh. ekki að lýsa sinni fjármálastefnu hér. Hann hefir skýrt svo oft frá því hér, að hann vilji hafa útgjöldin í fjárl. sem mest og jafna kaupgetuna innanlands, en sjá svo um, að ekki verði keypt nema lítið frá útlöndum. Hvað heldur hæstv. ráðh., að hann verði lengi að koma í kring þeim endurbótum, sem hann ætlar sér að gera með þessu?