24.11.1934
Neðri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1585 í B-deild Alþingistíðinda. (1660)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Pétur Ottesen:

Mér skildist af upplýsingum hæstv. forsrh., að þetta mál hafi verið til meðferðar hjá n., en ekki muni nú vera búið að ganga formlega frá því, og veltur mikið á því, hvað á endanum verður ofan á, hvort ég og hv. þm. Mýr. sjáum ástæðu til þess að taka nánar fram um þetta í frv. sjálfu en gert er. En ég verð að segja það, að eftir þeim undirtektum, sem mér er sagt, að þetta mál hafi fengið hjá n., þrátt fyrir það, að hún nú endanlega taki e. t. v. þessa afstöðu til þess, þá geti verið álitamál, hvort ekki sé ástæða til að binda þetta nokkru fastar í l. en ennþá hefir verið gert, og munum við, ég og hv. þm. Mýr., taka það til athugunar undir meðferð málsins.