13.12.1934
Neðri deild: 58. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1638 í B-deild Alþingistíðinda. (1690)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

Ólafur Thors:

Ef menn gætu mætt við 2. umr. málsins, þá er sennilegt, að 3. umr. þess þyrfti ekki að vera löng. Þetta er eitt af þeim málum, sem svo að segja allt þingið er sammála um, að ná skuli fram að ganga. Þess vegna er nauðsynlegt, að menn geti komið sér saman um, hvaða vinnubrögð eru heppilegust málinu til framdráttar. Ég hygg, að skynsamlegasta leiðin í þessu efni sé, að menn beri sem mest óskir sínar og skoðanir fram við 2. umr. málsins, svo að einungis lítil umr. þurfi að fara fram um málið við 3. umr., og aðeins að forminu til.