14.12.1934
Neðri deild: 59. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1649 í B-deild Alþingistíðinda. (1705)

31. mál, sala mjólkur og rjóma

1) BÁ:

Þó að ég í sjálfu sér álíti, að mikið réttlæti felist í þessari till., mun ég ekki greiða henni atkv., þar sem því var yfirlýst í gær af hæstv. forsrh., að hann legði svo mikið kapp á, að þessi till. yrði ekki samþ., að hann myndi gangast fyrir því, að hún yrði felld burt í Ed , ef hún yrði samþ. hér. Það mundi þá orsaka það, að málið yrði að hrekjast á milli deilda, og gæti það staðið fyrir framgangi þess á þinginu, þar sem nú er svo langt liðið á það. Þar sem líka þessi till. mundi víkja úr nefndinni manni, sem mjög vel hefir reynzt viðkomandi félagi, eins og ég áður hefi tekið fram, legg ég þeim mun minni áherzlu á hana. Ég segi því nei.