29.10.1934
Neðri deild: 22. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1248 í B-deild Alþingistíðinda. (1815)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson) Ég þakka hv. þm. G.-K. fyrir þá miklu umhyggju, sem hann ber fyrir sáluhjálp minni og hæstv. ráðh. (ÓTh:

Ekki ráðh!).

Ég á nú ekki gott með að svara hv. þm., vegna þess að ég festi ekki í huga mér orðalag hans, en það gerir ekkert til. Ég get bara bent á það, að 3. gr. frv. hljóðar svo: „Til afurða þeirra. er í 1. gr. getur, telst afli af skipum, sem hafa rétt til þess að fiska í landhelgi og gera það að einhverju leyti ...“. Þessi ákvæði 3. gr. eru sett vegna útlendra skipa, en ekki íslenzkra. Þetta kemur og skýrt fram í aths. við frv., þar sem svo stendur: „Íslenzk skip verða að greiða útflutningsgjald af öllum afla sínum, hvort sem þau hafa komið í landhelgi eða ekki“. Það er því skýrt bæði af gr. og grg., að ekki er ætlazt til neinna breyt. frá því, sem er. Afli ísl. skipanna heyrir undir 1. gr., en ekki 3. gr. sérstaklega, sem er eingöngu sett vegna sambandsl. og þeirra réttinda, sem dönsk og færeysk fiskiskip hafa hér við land.

Mér þykir leitt að verða að hryggja hv. þm. G.-K. með því að ljúka orðum mínum á þann veg, að ég stend við það, sem ég hefi sagt og tek engum leiðréttingum.