01.11.1934
Neðri deild: 25. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1256 í B-deild Alþingistíðinda. (1838)

5. mál, útflutningsgjald

Frsm. minni hl. (Ólafur Thors) [óyfirl.]:

Ég ætla ekki að orðlengja mikið um þetta mál, þó ýmislegt í ræðum andstæðinganna samræmist ekki mínum skoðunum. Ég kvaldi mér hljóðs eingöngu til að undirstrika orð hv. 6. landsk. Hann tók það alveg réttilega fram, að afleiðingin af útflutningsgjaldinu yrði sú ein - og aðeins sú ein - að lækka verðið, sem útgerðarmennirnir fá fyrir framleiðsluna, og jafnframt að lækka kaupið til sjómanna. Ég vil því beina því til þeirra hv. þm., sem telja sig fara hér sérstaklega með umboð útgerðarmanna og sjómanna, að þeir geri sér fulla grein fyrir því, að þegar þeir greiða atkv. um þær till., sem hér liggja fyrir, þá eiga þeir að segja til um það, hvort þeir meta meira rétt og hagsmuni sjómanna og útgerðarmanna eða afkomu ríkissjóðs, á sama tíma sem af honum eru heimtuð útgjöld í allskonar bitlinga. Þessu vil ég beina til allra hv. þm. og þá sérstaklega til hv. formanns sjútvn.