21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Hannes Jónsson:

Ég vil segja hæstv. fjmrh. það, að hann skal ekki gera sér nein ómök eða áhyggjur út af því, hvernig Bændaflokkurinn gr. atkv. í þessu máli. Hæstv. ráðh. hefir sjálfsagt nóg á sinni könnu, að sjá um sína eigin flokksmenn. Þar er nú ástandið svo aumt, að ráðh. verður að ganga fram fyrir flokksmenn sína og biðja þá að gr. ekki atkv. Þetta sýnir, að þeir mega enga skoðun hafa, en eru svínbeygðir undir vald sósíalista. — (Forseti hringir). Já, svínbeygðir, þó hæstv. forseti hringi. (Forseti hringir). Ég sagði svínbeygðir, herra forseti (Forseti hringir) — já svínbeygðir. Það er bezt að gefa ástæðu til, að það komi prentað í þingtíðindunum.