21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1353 í B-deild Alþingistíðinda. (1949)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Garðar Þorsteinsson [óyfirl.]:

Ég legg ekki áherzlu á að lengja þessar umr. Ég tel hinsvegar engan vafa á, að 3. þm. Reykv. hefir juridiskt rétt. Ég get ekki fallizt á úrskurð forseta um, að það sé sama að vera ekki atkvæðisbær og gr. ekki atkv. Ef þm. er atkvæðisbær, en notar ekki sitt atkv., er á valdi forseta að úrskurða hann í þingviti. Hér hlýtur því hv. 3. þm. Reykv. að hafa rétt fyrir sér,

Í 44. gr. þingskapanna er sagt, að til þess, að þd. sé ályktunarfær, þurfi meira en helmingur þm. að vera á fundi. Hér í d. þyrfti því að vera 17 á fundi, og fengist þá lögleg afgreiðsla með 9:8 atkv. En væru fleiri á fundi en 17, er afgr. ekki lögleg með 9:8 atkv. Það er því misskilningur að blanda þessu tvennu saman. Mál getur verið löglega afgreitt með því að leita mótatkv., en er það ekki í öllum tilfellum, þó meira en helmingur dm. gr. atkv. Ályktunin er ekki lögmæt með 9:8 atkv., ef 20 eru á fundi og 3 gr. ekki atkv., nema því aðeins að forseti úrskurði þessa 3 þdm. ekki atkvæðisbæra.