21.11.1934
Neðri deild: 42. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það er alltaf sami misskilningurinn hjá hæstv. forseta í þessu efni. Það er skilyrði til þess, að till.samþ., að fullnægt sé ákvæðum 2. málsgr. 44. gr. Hæstv. forseti hlýtur því að hafa úrskurðað, að með till. hafi greitt atkv. meira en helmingur atkvæðisbærra dm. Með sjálfum sér hlýtur hann því að hafa úrskurðað nægilega marga óatkvæðisbæra. Niðurstaðan verður því sú, að a. m. k. þrír þeirra þm., er eigi greiddu atkv., séu að dómi forseta óatkvæðisbærir og þar með allur Framsóknarflokkurinn. Ég get verið hæstv. forseta sammála um þetta og vildi vænta þess, að hv. framsóknarmenn gerðu sér ljósan sinn ófullkomleika í fleiri málum og það, að þeir séu ekki atkvæðisbærir um vandamál þjóðarinnar. Það fer fjarri því, að ég átelji hæstv. forseta fyrir að lýsa þessa hv. þm. óatkvæðisbæra, en ég tel rétt, að þetta komi skýrt fram.

Það er þýðingarmikið, hvort Sjálfstæðisflokkurinn á að fá heimild til þess að hafa tvo menn í þessari n., ef eftir á verður efað um lögmæti samþykktarinnar.

Framkvæmd samþykktarinnar gæti bæði strandað á hæstv. atvmrh. og n. sjálfri, ef þessir aðilar álitu hana ekki löglega. Það er því rangt, að eigi sé ástæða til þess að krefjast ákvæðins úrskurðar í þessu efni, og ég slæ því föstu, að forseti hafi úrskurðað alla þá, er eigi greiddu atkvæði, óatkvæðisbæra.