07.12.1934
Neðri deild: 53. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1412 í B-deild Alþingistíðinda. (1999)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Ólafur Thors:

Ég er nú sá eini, sem er á mælendaskrá og hefi ekki fengið að láta í ljós álit mitt um þetta mál. Ég þykist nú vita það, að allmörgum hv. þm. sárni nú að fara á mis við — — — — (Forseti StJSt: Ég vil benda hv. þm. á það, ef hann er sjúkur, að leita sér læknis). Mér þætti mjög gott að fá að vita, hvaða lækni hæstv. forseti hefir, því að ég sé, að hann þrífst næstum óeðlilega vel. Það sem ég vildi segja forseta var það, að ég geri ráð fyrir, að allmargir þm. telji sjálfsagt, að ég hefði fengið að láta í ljós mína skoðun á þessu máli. Gæti ég að vísu flutt aðalrökin um leið og ég geri grein fyrir afstöðu minni við atkvgr.