01.10.1934
Sameinað þing: 1. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Konungsboðskapur

Forsætisráðherra kvaddi þessu næst elzta þingmanninn, Sigfús Jónsson, 2. þm. Skagf., til þess að stýra fundi, þar til er kosinn væri forseti sameinaðs þings.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og tók við fundarstjórn. Kvaddi hann sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jörund Brynjólfsson, 1. þm. Árn., og Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.