14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (2008)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég tel ekki þörf langrar framsögu fyrir þessu máli. (JÁJ: Það er ekki svo merkilegt). Það er svo kunnugt hér á hv. Alþ. og þær deilur, sem um það hafa staðið.

N. var ekki sammála um afgr. málsins, því að einn af hv. meðn.mönnum mínum. hv. 2. þm. Rang., er þessu máli andvígur. Meiri hl. n. hefir lýst sínu áliti í nál. á þskj. 775. Þar er lagt til, að þetta mál verði samþ. Mál þetta er flutt af hæstv. stj. og fer fram á það, að nefnd sú, sem hæstv. ríkisstj. skipaði í sumar til þess að rannsaka hag atvinnuveganna í landinu og gera till. um breytt og betra skipulag á þeim sviðum, fái vald til þess að krefjast þeirra upplýsinga og gagna af félögum og einstaklingum, sem nauðsynleg verða að teljast, svo að tilætlaður árangur fáist af starfi hennar.

Um þetta hefir orðið nokkur deila í n., eins og ég drap á áðan, en óþarft tel ég, að samskonar deila endurtaki sig hér í hv. d., því að í rauninni verður að telja það sjálfsagt, að þegar stj. skipuð n. situr á rökstólum til þess að vinna að þjóðnýtum störfum, eins og hér á sér stað, þá séu henni þessar upplýsingar óhjákvæmilegar. (MG: Þjóðnýtingu?). Ég sagði þjóðnýtum störtum. Og það kalla ég þjóðnýt störf, að gera till. eftir grandgæfilega rannsókn á því ástandi, sem ríkir um rekstur þjóðarbúsins í smáu og stóru, sem almennt er talið, að sé á ýmsan hátt mjög gallað.

Sumir menn brosa, þegar þeir heyra nefnda skipulagningu. En öll þjóðfélög hafa einhverskonar skipulagningu, að meira eða minna leyti, og deilan er um það eitt, hvernig skipulagið eigi að vera. Það eru skiptar skoðanir um það, hvort slík skipulagning fyrir atbeina hins opinbera eigi rétt á sér eða ekki. Um það er mikil tog- streita, og flestir líta svo á, að það skipulag, sem við eigum við að búa, sé gallað og óviðunandi og þurfi því að gera endurbætur þar á.

Sú nefnd, sem um þessi mál fjallar, þarf að vera öllum hnútum kunnug viðvíkjandi því skipulagi í smáu og stóru, sem við búum nú undir. Þess vegna er n. nauðsynlegt að fá með lögum það vald, sem frv. þetta gefur, ef að l. verður, svo fullur árangur verði af starfi hennar.

Skal ég svo láta máli mínu lokið að þessu sinni.