14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 1422 í B-deild Alþingistíðinda. (2009)

33. mál, skipulagsnefnd atvinnumála

Pétur Magnússon [óyfirl.]:

Eins og tekið er fram í nál. á þskj. 775, hefi ég ekki verið sammála hv. meðn.mönnum mínum í þessu máli. Þeir leggja til, að frv. nái fram að ganga óbreytt. Ég er því mótfallinn. Hinsvegar sá ég ekki ástæðu til þess að gefa út sérstakt nál. í þessu máli. Um þetta mál hafa farið fram útvarpsumr., svo að alþjóð er kunnug ástæðan fyrir því, að Sjálfstfl. er andstæður framgangi málsins. Ástæða sú, sem hér liggur til grundvallar, er eins og flestum er ljós, að flokkurinn vill vinna á móti því, að hafizt verði handa um þjóðnýtingu og ríkisrekstur í atvinnulífinu. Ég get því sagt svipað við hv. frsm. meiri hl. og hann sagði við mig í sambandi við umr. um áfengismálið, að „lífsskoðanir okkar stangast á hinum andstæðu pólum“. Hinsvegar ætla ég ekki við þessa umr. að taka upp almennar umr. um málið, enda mæla þingsköp svo fyrir, að rætt skuli um einstakar gr. frv. við 2. umr. Ég mun því ekki ræða meira um þetta nú, heldur geyma mér það til 3. umr.